Ó, nótt, þinn vængur nálgast mig,
Hann nálgast mig hljótt.
Og nótt, ó kysstu barnið þitt,
Og svæfðu það rótt.
Nú finn ég hvernig hljóðið líður frá þér,
Það ljóð er á að vaka hjá mér,
Sem móður augu mild og skær.
Ó, dimmbláa nótt,
Hversu dulur þinn faðmur og vær
Þegar seginum líkur,
Og vanga manns strýkur
Þinn elskandi blær.
Hve allt er þá hljótt
Og hve angurblítt hjarta mitt slær.
Og hve auga mitt kviknar,
Er stjarnan þín blikar,
Og færist mér nær.
Ó, nótt, nú bærast varir þínar viðkvæmt og hljótt,
Þú vaggar mér í draumi blessaða nótt.
0g sorgir mínar líða, líða – og líða fjær