:,:Dönsum dátt uns daga aftur fer :,:
:,:Dansinn vekur gleði’ í hjarta mér:,:
Söngvagyðjan laðar,lokkar,
lætur rætast drauma okkar.
Yndi vekur, ást að nýju,
aftur verður kul að hlýju.
Syngjum, þar til dagar enn á ný,
syngjum okkur inn í sumarfrí.
Syngjum, bræður saman lokalag,
syngjum, göngum móts við nýjan dag.
Syngjum þar til dagur rís. HÆ !