Söngtextar |
|
Það blikar ein stjarna |
Það blikar ein stjarna á himninum hátt,
er hugljúf í austrinu stár,
og hefur þar gnæft yfir styrjöld og storm
á storðu í tvö þúsund ár.
Er myrkvast fer dagur og mjöll litar hlíð,
hún mannheima tekur að nálgast svo blíð;
það er merki’um að senn komi jól.
Og þau eru tilhlökkun börnunum björt,
er brosandi hefja’upp sinn róm.
Og þar veitir ómælda gleði hver gjöf,
og grenið við söngvanna óm.
Já, allt þar geislar sem aldregi fyrr,
og óróinn sjálfur er kyrr.
Hvar sem ljósið er, þar er Guðs sól. |
|
|