Söngtextar |
|
Haf, blikandi haf |
:,: Haf, blikandi haf,
hreint ljómar þitt traf.
Vaggaðu fleyi um vorbjarta nótt,
Haf, blikandi haf :,:
Þegar sólin er sigin að viði
Loga sundin í kvöldroðaglóð.
Bárur vagga í vornæturfriði,
Syngja vinhlý og töfrandi ljóð.
En á voginum báturinn bundinn
Okkar bíður við fjörunnar hlein,
Er við skundum á fagnaðarfundinn
Til að ferðast á hafinu ein.
:,: Haf, blikandi haf,
hreint ljómar þitt traf.
Vaggaðu fleyi um vorbjarta nótt,
Haf, blikandi haf :,: |
|
|